Lögreglan rannsakar töskurnar

Þjófanna er enn leitað.
Þjófanna er enn leitað. mbl.is/Árni Sæberg

Ómar Brynj­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri mannaðra lausna hjá Örygg­is­miðstöðinni, seg­ir að at­b­urður­inn í Hamra­borg í fyrra­dag, þar sem brot­ist var inn í verðmæta­flutn­inga­bif­reið fyr­ir­tæk­is­ins og úr henni stolið tösk­um með pen­ing­um, kalli sjálf­krafa á end­ur­skoðun verk­ferla.

Þjóf­arn­ir höfðu á brott með sér sjö tösk­ur úr bif­reiðinni sem þeir skildu eft­ir við Esju­mela og í Mos­fells­sveit en þjóf­anna er enn leitað.

„Al­mennt gilda strang­ir verk­ferl­ar um flutn­ing verðmæta og of snemmt að segja hvort upp­færa þurfi ein­hverja hluta nú­ver­andi verk­ferla. Við erum sí­fellt að meta ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir í okk­ar starf­semi og þær taka mið af áhættumati hverju sinni,“ seg­ir Ómar í skrif­legu svari til mbl.is spurður hvort ránið í Hamra­borg kalli á breytta verk­ferla og aukn­ar ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir.

Eru þið með ná­kvæma tölu yfir ráns­feng­inn?

„Öll verðmæti í flutn­ingi eru vel skráð og ná­kvæm tala ligg­ur því fyr­ir. Við veit­um eng­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um þjón­ustu okk­ar við viðskipta­vini,“ seg­ir Ómar.

Spurður hvort lita­sprengj­urn­ar sem í tösk­un­um voru hafi virkað seg­ir hann:

„Tösk­urn­ar eru enn í rann­sókn hjá lög­reglu og sér­hæfðir tækni­menn okk­ar hafa ekki fengið að skoða tösk­urn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka