Á næstu dögum hefjast framkvæmdir vegna uppbyggingar nýrra gönguleiða við Geysi í Haukadal. Þetta er 1. áfangi í gerð hringleiðar um hverasvæðið.
Verklok á þessum áfanga eru áætluð í september 2024. Áætlað er að ljúka við heildaruppbyggingu svæðisins í árslok 2025.
Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að ráðist sé í þessar framkvæmdir til að hlífa náttúrunni við ágangi og raski og bæta upplifun gesta af svæðinu með betri dreifingu þeirra.
Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt við Geysi og er þetta liður í því að taka betur á móti þeim gestafjölda.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.