Ökumenn farnir að „kitla pinnann“

Lögreglan hefur orðið þess vör að ökumenn „kitli pinnann“ á …
Lögreglan hefur orðið þess vör að ökumenn „kitli pinnann“ á þessum árstíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan hvetur ökumenn þjóðarinnar til þess að vera réttu megin við lögin í kringum páskana. Hún hefur séð merki þess að ökumenn eru farnir að „kitla pinnann“ og keyra inn í umferðina af óaðgætni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og á Facebook-síðu hennar. 

Sjá merki um ökuþóra

Í tilkynningunni segir að lögreglan hafi tekið eftir því að á þessum árstíma fari ökumenn að „kitla pinnann“.

Hún segir að allnokkrir ökumenn hafi verið sektaðir fyrir hraðaksturinn og sömuleiðis hafi ökumenn verið staðnir að því að tala í símann án handfrjáls búnaðar. 

Kemur illa við pyngjuna

Lögreglan hvetur ökumenn til þess að vera réttu megin við lögin, ekki bara til þess að forðast óþarfa útgjöld sem komi flestum illa við pyngjuna, heldur einnig til að stuðla að umferðaöryggi. 

Hún bendir á að veðuraðstæður eru enn misjafnar eftir landshlutum og að um páskana muni lögreglan fylgjast sérstaklega með umferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert