Staðfestir launasamninga yfirlögregluþjóna

Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hefur ekki verið …
Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hefur ekki verið birtur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstirétt­ur staðfesti í dag sam­komu­lag sem Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, gerði  við und­ir­menn sína skömmu áður en hann lét af störf­um.

Hæstirétt­ur féllst á kröf­ur yf­ir­lög­regluþjóna hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra að greiða þeim laun í sam­ræmi við sam­komu­lag sem Har­ald­ur gerði við viðkom­andi starfs­menn í lok ág­úst 2019 um end­ur­skoðun á launa­kjör­um.

„Gott að þetta mál sé úr sög­unni“

„Ég er ekki bú­inn að lesa dóm­inn en niðurstaðan er sú að það ber að virða þenn­an samn­ing. Það er gott að þetta mál sé búið og sé úr sög­unni,“ seg­ir Ásgeir Karls­son, einn af yf­ir­lög­regluþjón­un­um, í sam­tali við mbl.is en dóm­ur­inn hef­ur ekki verið birt­ur.

Yf­ir­lög­regluþjón­arn­ir höfðuðu málið í kjöl­far ákvörðunar Sig­ríðar Bjark­ar Guðjóns­dótt­ur, nú­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóra, um að aft­ur­kalla launa­hækk­an­ir sem Har­ald­ur gerði við þá. Sam­komu­lagið náði til tveggja yf­ir­lög­regluþjóna og sjö aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóna.

Í svari fjár­málaráðherra á Alþingi árið 2019 kom fram að sam­komu­lagið kostaði rík­is­sjóð 360 millj­ón­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert