Vel skipulagður stuldur í Grindavík

Járnamottum að virði 1,2 milljóna var stolið af raðhúsalóð við …
Járnamottum að virði 1,2 milljóna var stolið af raðhúsalóð við Fálkahlíð í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Járnamott­um að and­virði 1,2 millj­óna króna var stolið í Grinda­vík. Jón Pálm­ar Ragn­ars­son, eig­andi efn­is­ins, er íbúi í Grinda­vík og tók eft­ir því að efnið var horfið á mánu­dags­kvöld. 

Hann átti er­indi til Grinda­vík­ur og ákvað í leiðinni að at­huga stöðuna á bygg­ingarlóð sinni á svæðinu. Þá tók hann eft­ir því að búnt af járnamott­um var horfið. Hann var síðast á svæðinu 27. fe­brú­ar og voru járn­mott­urn­ar þá á sín­um stað. 

Vel skipu­lagður þjófnaður

„Þetta eru mörg hundruð kíló og þú leik­ur þér ekk­ert að því að stela þessu,“ seg­ir Jón Ragn­ar en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Hann seg­ir fljót­leg­ustu leiðina til að stela mott­un­um vera að koma að svæðinu á krana­bíl, húkka í mott­urn­ar og hífa þær all­ar upp í einu og keyra svo burt. 

Járnamotturnar voru á sínum stað í lok febrúar.
Járnamotturnar voru á sínum stað í lok febrúar. Ljósmynd/Aðsend

Jón Ragn­ar seg­ir nán­ast óger­legt fyr­ir tvo menn að taka eina og eina járnamottu í einu, enda yrðu það marg­ar ferðir og mott­urn­ar mjög þung­ar. Búntið sé um 700 kíló til tonn í þyngd.

Við fyrstu at­hug­un virðist engu öðru hafa verið stolið af svæðinu en eitt­hvað af bygg­ing­ar­efni í biðstöðu var á svæðinu. 

Kær­ir til lög­reglu en er ekki bjart­sýnn

Hann seg­ir tap sitt vera mikið. „Við vor­um bún­ir að finna annað hlut­verk fyr­ir járnamott­urn­ar ann­ars staðar. Það stóð til að ná í þær og flytja þær í annað verk­efni á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Aðspurður um hvað taki nú við seg­ir Jón Ragn­ar að fyrsta skrefið hafi verið að óska eft­ir upp­lýs­ing­um á Face­book-síðu Grind­vík­inga. Þá stend­ur til að til­kynna stuld­inn til lög­reglu en Jón Ragn­ar seg­ist ekki bjart­sýnn á að það muni skila ein­hverju. 

Auðvelt fyr­ir þjófa að lauma sér inn

Örygg­is­gæsla á svæðinu er ábóta­vant og ekki er mikið verið að spá í hver er á svæðinu í hvaða er­inda­gjörðum, seg­ir Jón Ragn­ar. 

„Á þess­um lok­un­ar­póst­um er ungt fólk í vinnu að skrá niður bíl­núm­er og svona. Það er ekk­ert mikið verið að spá í því hver er hvað á svæðinu og með hvað.“

Þá bæt­ir hann við að ógur­leg um­ferð sé af verk­tök­um inn og út af svæðinu í tengsl­um við varn­argarða. Hon­um þykir því ekk­ert skrítið að ein­hver nái að lauma sér með. 

Þarf mark­viss­ara eft­ir­lit

Spurður hvort þörf sé á meira eft­ir­liti á svæðinu seg­ir Jón Ragn­ar að svo sé og það eft­ir­lit þurfi að vera mark­viss­ara. Íbúar í Grinda­vík hafa kallað eft­ir því að þeir sem megi fara inn á svæðið fái QR-kóða og seg­ir Jón Ragn­ar það ekki vera vit­laust. 

„Það eru eig­in­lega all­ir sam­mála um það á bæði íbú­asíðum og í sam­töl­um að það sé of auðvelt að kom­ast inn á svæðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert