Flutningaskip tók niðri í Fáskrúðsfirði

Frá Fáskrúðsfirði. Mynd úr safni.
Frá Fáskrúðsfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flutningaskipið Key Bora, sem siglir undir fána Gíbraltar, tók niðri í Fáskrúðsfirði í dag og varð bilun í stýrisbúnaði. Skipið losnaði af sjálfsdáðum og er nú fylgt upp í höfn.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Útkallið barst björgunarsveitinni klukkan 14.15 en bilun varð í stýrinu og tók skipið vinkilbeygju neðan við bæinn Kappeyri.

Skipið losnaði af sjálfdáðum korteri fyrir klukkan þrjú. Björgunarskipið Hafdís var sent á vettvang aðeins 10 mínútum eftir að útkallið barst var Hafdís mætt að Key Bora. Engar skemmdir eru sjáanlegar á skipinu að sögn Jóns.

Hafdís fylgir nú skipinu í höfn á Fáskrúðsfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert