Hraunið rennur lengra en það ætti að gera

Fylgst var með undanhlaupi hrauns í um það bil eins …
Fylgst var með undanhlaupi hrauns í um það bil eins kílómetra fjarlægð frá upptökunum í eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjá má hvernig hraun rennur lengra en það ætti í myndbandi sem rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands, birti í dag.

Fylgst var með undanhlaupi hrauns í um það bil eins kílómetra fjarlægð frá upptökunum í eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina.

„Undanhlaupið kemur frá úfnu og þykku hrauni sem hefur þanist út vegna hrauns er flæðir inn í það undir yfirborðsskorpunni,“ segir í færslu rannsóknareiningarinnar.

Einkennandi hegðun hrauna

Þegar ytri skorpan getur ekki haldið lengur við hraunmassann brestur kanturinn með þeim afleiðingum að hraunið getur runnið lengra. 

„Þetta er einkennandi hegðun hrauna og veldur því að þau komast í raun lengra frá upptökum sínum en þau ættu að gera.“

Þetta er útskýrt þannig að með því að safnast og renna undir hraunskorpunni takmarki hraunið varmatapið og viðhaldi þannig vökvafræðilegum eiginleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert