Líkur á samgöngutruflunum á páskadag

Víða geti orðið dálítil él og vægt frost í dag.
Víða geti orðið dálítil él og vægt frost í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag er spáð norðaustlægri átt, víða verður kaldi eða stinningskaldi, en allhvass við suðausturströndina, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Víða geti orðið dálítil él og vægt frost, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan heiða. Hiti allt að 5 stigum yfir daginn.

„Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði í grennd við Bretlandseyjar stjórna veðrinu hjá okkur í dag,“ segir í hugleiðingunum.

Samgöngutruflanir fyrir norðan

Á morgun er spáð svipuðu veðri en fer að bæta í vind síðdegis.

Á laugardaginn verður norðaustanátt, 13-20 m/s, hvassast við austurströndina. Á Norður- og Austurlandi er spáð éljum en fyrir sunnan áfram bjart að mestu.

„Á páskadag er svo útlit fyrir að það bæti bæði í vind og ofankomu, með tilheyrandi líkum á samgöngutruflunum um landið norðanvert.“

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert