Neytendastofa sektar Stjörnugrís

Neytendastofa hefur lagt 500.000 króna stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf.
Neytendastofa hefur lagt 500.000 króna stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. Samsett mynd

Neytendastofa hefur lagt 500.000 króna stjórnvaldssekt á Stjörnugrís hf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar um bann við að nota íslenska fánann á umbúðum matvöru úr innfluttu hráefni, að því er segir á vef Neytendastofu.

„Með fyrri ákvörðuninni var Stjörnugrís bannað að nota þjóðfána Íslendinga utan á umbúðum matvara sem áttu uppruna að rekja til annarra ríkja en Íslands.“

Íslenski fáninn á kjöti frá Þýskalandi

Stjörnugrís notaði brot úr þjóðfána íslendinga utan á umbúðum fyrir grísarif sem voru innflutt frá Þýskalandi og braut þannig gegn ákvörðuninni.

Þá taldi Neytendastofa nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á Stjörnugrís fyrir brot gegn fyrri ákvörðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert