Stuð og stemning á Ísafirði

Mikið er um að vera á Ísafirði yfir páskana.
Mikið er um að vera á Ísafirði yfir páskana. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Skíðavikan á Ísafirði var formlega sett á setningarathöfn á Silfurtorgi í gær. Venju samkvæmt hófst hún með sprettgöngu og gæddu gestir sér á páskaeggjum á meðan keppendur sprettu úr spori.

Mikið er um að vera á Ísafirði yfir páskana. Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, hefst á morgun, föstudaginn langa. Þá stíga á svið Lúðrasveit tónlistarskólans, Vampíra, Mugison, Nanna, Emmsjé Gauti, GDRN, Dr. Gunni og Heiða Eiríks og Celebs.

Stemningin verður ekki minni á laugardag en þá koma fram Spacestation, Birnir, Hipsumhaps, Helgi Björnsson, Of Monsters and Men, HAM og Inspector Spacetime.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert