Gul viðvörun vegna hvassviðris

Spáð er Norðaustan- og norðanátt, 15-23 m/s í vindstrengjum á …
Spáð er Norðaustan- og norðanátt, 15-23 m/s í vindstrengjum á Suðausturlandi. mbl.is/Golli

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á Suðausturlandi. Viðvörunin tekur gildi klukkan 21 í kvöld og gildir til klukkan 22 annað kvöld.

Spáð er Norðaustan- og norðanátt, 15-23 m/s í vindstrengjum. Á það einkum við undir Vatnajökli en hviður geta náð yfir 30 m/s staðbundið.

Veðurstofan varar við því varasamt geti verið að aka um svæðið á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Einnig gæti orðið sandfok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert