Hvassviðri víða um páskahelgina

Vindspá klukkan eitt í nótt.
Vindspá klukkan eitt í nótt. Kort/Veðurstofa Íslands

Vænta má hvassviðris víða um land frá og með kvöldinu í kvöld og til og með sunnudeginum, páskadegi. Norðaustanátt verður ríkjandi og mun ná allt að 10-18 m/s í nótt og frameftir morgni.  

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á Suðausturlandi, sem tók gildi klukkan 21 í kvöld og gildir til klukkan 22 annað kvöld. 

Á sunnudaginn mun norðaustanáttin ná 13 til 20 m/s og vænta má éls eða snjókomu víða um landið, en þurrt að kalla sunnanlands. 

Veðurstofan varar við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum fyrir norðan og austan. Spáð er fyrir um aukna ofankomu á sunnudaginn sem gætu gert akstursskilyrði enn erfiðari. 

Samkvæmt spám mun draga úr vindi og úrkomu á mánudaginn og um miðja næstu viku. 

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert