Ný 360 gráða mynd sýnir útbreiðslu hraunsins

Hægt er að skoða mynd­ina hér að neðan.
Hægt er að skoða mynd­ina hér að neðan. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Hörður Kristleifsson ljósmyndari hefur birt nýja 360 gráða yfirlitsmynd af gossvæðinu, en eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni hefur nú staðið yfir í tæplega tvær vikur.

Myndin var tekin klukkan 19.13 í gærkvöldi, 28. mars, og sýnir vel eldgosið og hraunbreiðuna sem liggur meðfram varnargörðunum norður og austur af Grindavík.

Í samtali við mbl.is þann 21. september sagði Hörður að yfirlitsmyndirnar séu samansettar af 25 drónamyndum til þess að mynda eina „kúlu“. Hörður birtir jafnan ljósmyndir sínar á Instagram-reikningi sem hann heldur úti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka