Sindri metinn hæfastur

Dóms­málaráðuneytið aug­lýsti í febrúar embætti héraðsdóm­ara með fyrsta starfs­vett­vang við …
Dóms­málaráðuneytið aug­lýsti í febrúar embætti héraðsdóm­ara með fyrsta starfs­vett­vang við Héraðsdóm Reykja­vík­ur. mbl.is/Þór

Sindri M. Stephensen dósent hefur verið metinn hæfastur í embætti héraðsdómara, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Dóms­málaráðuneytið aug­lýsti hinn 16. fe­brú­ar í Lög­birt­inga­blaði embætti héraðsdóm­ara með fyrsta starfs­vett­vang við Héraðsdóm Reykja­vík­ur.

Tveir sóttu um embættið, Sindri og Sól­veig Inga­dótt­ir, aðstoðarmaður héraðsdóm­ara.

„Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni til dómsmálaráðherra og er það mat nefndarinnar að Sindri M. Stephensen sé hæfastur umsækjenda til að hljóta setningu í embættið,“ segir í tilkynningu.

Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert