Skjálftahrina við Kleifarvatn

Ríflega 60 skjálftar hafa mælst undir Kleifarvatni.
Ríflega 60 skjálftar hafa mælst undir Kleifarvatni. Kort/map.is

Hrina jarðskjálfta hefur mælst undir Kleifarvatni í dag. Ríflega 60 skjálftar hafa mælst frá miðnætti og var sá stærsti 2 að stærð.

„Þær [skjálftahrinur] eru algengar á þessu svæði,“ segir Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Tengist ekki beint

Skjálftinn sem varð 2 að stærð reið yfir klukkan 13.48 í dag og varð á 5,3 kílómetra dýpi.

Salóme segir að skjálftahrinan tengist eldvirkninni í Sundhnúkagígaröðinni ekki beint.

„Þetta er bara skjálftahrina eins og við sjáum oft á Reykjanesi, óháð eldvirkni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert