Spáir allt að 35 m/s í hviðum

Frá Jökulsárlóni. Mynd úr safni.
Frá Jökulsárlóni. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á milli Kirkjubæjarklausturs og Hornafjarðar má gera ráð fyrir staðbundnum snörpum strengjum í NA-átt, allt að 35 m/s í hviðum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Hann segir að einnig sé hætta á sandfoki á Skeiðarársandi.

Tímabilið sem um ræðir er frá því nótt og fram eftir morgundeginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert