Týndi skíðunum í umferðinni

Skíðin fundust óskemmd.
Skíðin fundust óskemmd. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir frá borg­ara sem leitaði miður sín til lög­reglu í gær. Hafði hann týnt skíðunum sín­um í um­ferðinni.

Hófst þá leit lög­reglu og var byrjað þar sem viðkom­andi taldi að skíðin hefðu dottið af bif­reið sinni.

Leit­in gekk vel að sögn lög­reglu en skíðin fund­ust óskemmd við eina fjöl­förn­ustu um­ferðargötu lands­ins.

Eig­and­inn far­inn norður

Skíðunum var þá komið í rétt­ar hend­ur en eig­and­inn er far­inn norður á skíði.

„Þar er hinn sami vænt­an­lega sæll og glaður að skíða í brekk­un­um sér til ánægju og ynd­is,“ seg­ir í færslu lög­reglu.

Lög­regl­an minn­ir öku­menn á að ganga tryggi­lega frá þeim búnaði sem ferðast er með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert