Borteigar á óröskuðu hrauni gagnrýndir

Í Coda Terminal verður CO2 leyst upp í vatni undir …
Í Coda Terminal verður CO2 leyst upp í vatni undir þrýstingi í borholum á svæðinu og vatninu dælt niður á 300-800 m dýpi í basaltjarðlög, þar sem CO2 binst varanlega í berggrunninum. Ljósmynd/Carbfix

Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar samþykkti þann 17. janú­ar 2024 að haf­in yrði vinna við breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Hafn­ar­fjarðar 20213 vegna borteiga fyr­ir­tæk­is­ins Car­bfix.

Um­hverf­is­stofn­un og Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands gagn­rýna staðsetn­ingu borteig­anna í um­sögn­um sín­um um málið. 

Niður­dæl­ing kol­díoxíðs í bergið

í des­em­ber 2022 und­ir­rituðu full­trú­ar Hafn­ar­fjarðarbæj­ar, Car­bfix og Rio Tinto á Íslandi
vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ingu mót­töku- og förg­un­ar­stöðvar fyr­ir kol­díoxíð (CO2) í Straums­vík und­ir heit­inu Coda Term­inal. 

Förg­un­in felst í niður­dæl­ingu og bind­ingu kol­díoxíðs eða CO2 í bergi. Ráðgert er að fyrsti áfangi stöðvar­inn­ar verði tek­inn í gagnið 2027 og að hún nái full­um af­köst­um árið 2031. 

Nátt­úru­fræðistofn­un gagn­rýn­ir staðsetn­ing­una

Nátt­úru­fræðistofn­un gagn­rýn­ir áætlaðar staðsetn­ing­ar fyr­ir borteigi. Í um­sögn stofn­un­ar­inn­ar seg­ir að staðsetn­ing­ar borteiga séu bæði á röskuðum svæðum, m.a. inn­an iðnaðarsvæðis, og eru syðstu borteig­arn­ir staðsett­ir á óröskuðu hrauni, bæði sögu­legu, Kap­ellu­hrauni, og for­sögu­legu, Sel­hrauni.

Hvort tveggja fell­ur und­ir ákvæði 61. gr. Nátt­úru­vernd­ar­laga. Í þeim kem­ur meðal ann­ars fram að forðast beri að raska ósnortn­um hraun­mynd­un­um nema af brýnni nauðsyn.

Að mati Nátt­úru­fræðistofn­un­ar ætti að gera út­tekt á vernd­ar­gildi þess­ara óröskuðu hraun­mynd­ana áður en end­an­leg út­færsla á staðsetn­ingu og hönn­un borteiga og annarra innviða sé ákveðin í deili­skipu­lagi.

Þá seg­ir í um­sögn­inni að það þurfi einnig að kanna hvort friðaðar plönt­ur, plönt­ur á vál­ista eða sjald­gæf­ar plöntu­teg­und­ir finn­ist á áætluðum fram­kvæmda­svæðum með vett­vangs­könn­un.

Þarf að rétt­læta rösk­un á hraun­inu

Um­hverf­is­stofn­un bend­ir einnig á það í um­sögn sinni að borteig­arn­ir eigi að ná yfir óhreyft hraun, sem nýt­ur sér­stakr­ar vernd­ar sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd.

Um­hverf­is­stofn­un legg­ur áherslu á að fjallað sé nán­ar um hraunið í til­lög­unni og það komi fram hvaða leiðir verði farn­ar til þess að forðast rask þess.

Þá bend­ir Um­hverf­is­stofn­un á að ef til­lag­an geri ráð fyr­ir rösk­un á hrauni þurfi að rök­styðja þá ákvörðun og gera grein fyr­ir öðrum kost­um og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyr­ir val­inu.

Því það þarf, í sam­ræmi við nátt­úru­vernd­ar­lög, að koma fram hvaða brýnu al­manna­hags­mun­ir rétt­læta rösk­un á hraun­inu.

Þá er einnig bent á að ekki sé fjallað um lög um stjórn vatna­mála og vatna­áætl­un í mats­lýs­ing­unni.

Um­hverf­is­stofn­un bend­ir á að, sam­kvæmt lög­um um stjórn vatna­mála, eiga op­in­ber­ar áætlan­ir á veg­um stjórn­valda, svo sem vegna skipu­lags­mála að vera í sam­ræmi við þá stefnu­mörk­un um vatns­vernd sem fram kem­ur í vatna­áætl­un

Mik­il­vægt að tryggja aðkomu al­menn­ings

Í upp­lýs­ing­um um málið seg­ir að skipu­lags­lýs­ing sé ver­káætl­un um mót­un til­lögu og er til­gang­ur­inn að tryggja aðkomu al­menn­ings og hags­munaaðilum að skipu­lags­ferl­inu á fyrstu stig­um þess, auka gagn­sæi, tryggja betra upp­lýs­ingaflæði, skila betri og mark­viss­ari skipu­lags­vinnu og gefa sveit­ar­stjórn og þeim sem koma að ferl­inu betri yf­ir­sýn allt frá fyrstu skref­um.

Aðrir sem hafa skilað inn um­sögn eru Landsnet, Garðabær, Kópa­vogs­bær og Skipu­lags­stofn­un. Hægt er að lesa um­sagn­irn­ar og gögn máls­ins á vef Skipu­lags­gátt­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert