Búið að flytja þann slasaða niður fjallið

Maðurinn var fluttur niður fjallið á sjöunda tímanum í dag.
Maðurinn var fluttur niður fjallið á sjöunda tímanum í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Búið er að flytja erlenda skíðamanninn sem slasaðist í snjóflóðinu niður fjallið Þveröxl í Fnjóskadal.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Myndir frá vettvangi fylgdu tilkynningunni.  

Maðurinn var fluttur niður fjallið af björgunarsveitarmönnum og er nú á leið með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri. 

Tilkynning um snjóflóðið barst klukkan 15:38 og var þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarveita á svæðinu kallaðar út. 

Fjórir skíðamenn voru í fjallinu er flóðið féll og slasaðist einn á fæti. 

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Ljósmynd/Landsbjörg
Fjöldi manns kom að björgunaraðgerðunum.
Fjöldi manns kom að björgunaraðgerðunum. Ljósmynd/Landsbjörg
Maðurinn er í sjúkrabíl á leið til Akureyrar.
Maðurinn er í sjúkrabíl á leið til Akureyrar. Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
Þyrla gæslunnar yfir Akureyri í dag.
Þyrla gæslunnar yfir Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir
Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert