Enn mallar í eldgosinu

Virkni eldgossins hefur haldist nokkuð stöðug síðustu daga.
Virkni eldgossins hefur haldist nokkuð stöðug síðustu daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn mall­ar í eld­gos­inu við Sund­hnúkagígaröðina og hef­ur virkn­in hald­ist nokkuð stöðug síðan á mánu­dag. 

Minnsti gíg­ur­inn hef­ur þó aðeins þurft að berj­ast fyr­ir lífi sínu að sögn Salóme Jór­unn­ar Bern­h­arðsdótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Aðspurð seg­ir Salóme ekki mæl­ast mikla gasmeng­un á svæðinu. Það sé aðeins að mæl­ast við Nes­veg, Grinda­vík­ur meg­in, og jafn­framt við Bláa lónið, meng­un­in er þó ekki á hættu­leg­um stig­um að sögn Salóme. 

Slökkvistarf gengið ágæt­lega

Salóme seg­ir slökkvistarf við hrauntung­urn­ar hafa gengið ágæt­lega í gær. Slökkviliðinu hafi tek­ist að mestu leyti það sem það ætlaði sér og í dag muni það sinna fyr­ir­byggj­andi slökkvi­starfi á svæðinu.

Spurð hvort vindátt á svæðinu sé hag­stæðari í dag held­ur en í gær með til­liti til slökkvi­starfs seg­ir Salóme þar enn vera norðaustanátt.

Þrátt fyr­ir það seg­ir hún að minni reyk­meng­un sé á svæðinu vegna brun­ans og því megi bú­ast við að loft­gæði verði þar betri í dag en í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert