Gígar gnæfa yfir gróðureldum

Eldgos við Sundhnúkagíga og gróðureldar norður af Grindavík í gær.
Eldgos við Sundhnúkagíga og gróðureldar norður af Grindavík í gær. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að nú dragi hægt og rólega úr gosinu eins og við var að búast.

„Hraunin eru þarna í kringum gígana sem er ágætt, því þá byggja þau ágætan varnargarð fyrir næsta gos á svæðinu,“ segir hann.

„Ég reikna ekki með því að það lifi páskana.“

Myndina hér að ofan tók ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson.

Ármann Höskuldsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Ármann Höskuldsson, prófessor við Háskóla Íslands. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Skjálftahrinur boða alltaf eitthvað

Greint var frá því á mbl.is í gær að hrina jarðskjálfta hefði orðið undir Kleifarvatni. Fleiri tugir skjálfta urðu þar og var sá stærsti 2 að stærð.

Spurður hvort hrinan gefi eitthvað til kynna segir Ármann: „Hver einasti skjálfti á Reykjanesinu í dag er vísbending og hver einasta skjálftahrina boðar eitthvað.“

Meira í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert