Kári Freyr Kristinsson
Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að nú dragi hægt og rólega úr gosinu eins og við var að búast.
„Hraunin eru þarna í kringum gígana sem er ágætt, því þá byggja þau ágætan varnargarð fyrir næsta gos á svæðinu,“ segir hann.
„Ég reikna ekki með því að það lifi páskana.“
Myndina hér að ofan tók ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson.
Greint var frá því á mbl.is í gær að hrina jarðskjálfta hefði orðið undir Kleifarvatni. Fleiri tugir skjálfta urðu þar og var sá stærsti 2 að stærð.
Spurður hvort hrinan gefi eitthvað til kynna segir Ármann: „Hver einasti skjálfti á Reykjanesinu í dag er vísbending og hver einasta skjálftahrina boðar eitthvað.“
Meira í Morgunblaðinu í dag, laugardag.