Kvosin milli Hagafells og Sundhnúks að fyllast

Myndin er sett saman til að draga fram hitaútgeislun á …
Myndin er sett saman til að draga fram hitaútgeislun á svæðinu. Mynd/Háskóli Íslands

Sentinel–2, gervihnöttur ESA, var aftur á ferðinni yfir Reykjanesið í gær og hafa myndir frá gervihnettinum, sem sýna varmaútgeislun hraunsins, verið settar saman. 

Það er rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands sem raðaði saman bylgjulengdum frá gervihnettinum sem draga vel fram varmaútgeislun hraunsins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. 

Í færslu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá á Facebook segir að virkni hraunsins sé nú einkum í vestur kanti hraunsins, á milli Hagafells og Sundhnúks og er kvosin þar á milli að fyllast.

Þá segir jafnframt að helsti munurinn á gögnum frá Sentinel–2 og Landsat sé sá að upplausn gagna frá Sentinel–2 sé betri, en einingin hafði birt færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi með mynd frá Landsat. 

Landsat flaug yfir í gær og með hjálp jarðvísindastofnun Bandaríkjanna …
Landsat flaug yfir í gær og með hjálp jarðvísindastofnun Bandaríkjanna fékk Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands að lesa af gervihnettinum. Mynd/Háskóli Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert