Jón Gnarr mun greina frá ákvörðun sinni um það hvort að hann bjóði sig fram til forseta á þriðjudaginn.
Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.
Jón Gnarr hefur legið undir feldi að undanförnu og sagði hann í Vikunni með Gísla Marteini á Rúv fyrir rúmri viku að það væru meiri líkur en minni á að hann byði sig fram.
„Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu, auðvitað fyrst og fremst, taka ákvörðun sem er og verð sáttur með,“ segir hann í færslu sinni á X.
https://t.co/ASLlTEfmgB pic.twitter.com/jWpvLFEh49
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 30, 2024
Hann segir að hann sé búinn að útbúa stutt myndband þar sem hann mun gera grein fyrir ákvörðun sinni. Verður það myndband birt á öllum helstu samfélagsmiðlum á þriðjudaginn klukkan 20.
Í samtali við mbl.is um miðjan mánuð sagði hann að hann tæki áskorunum alvarlega en að hann þyrfti að hugsa málið vandlega.
„Ég vil bara hugsa þetta mjög vel. Þetta er ekki léttvæg ákvörðun,“ sagði hann í samtali við mbl.is.