Sitjum í kaldri norðaustanátt

Svona er vindaspáin klukkan 12 á hádegi.
Svona er vindaspáin klukkan 12 á hádegi. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

„Það er allmikil hæð yfir Grænlandi en lægðasvæði suður og suðaustur af Íslandi. Þessi staða breytist lítið næstu daga og við sitjum í kaldri norðaustanátt.“

Svona hefjast hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofu Íslands þennan morguninn.

Í dag verður víða um land norðaustan stinningskaldi eða allhvasst. Þurrt og bjart á sunnanverðu landinu en él á Norður- og Austurlandi.

Á fjallvegum fyrir norðan og austan má búast við erfiðum akstursskilyrðum. Jafnvel getur orðið ófært utan þjónustutíma.

Í dag verður víða um land norðaustan stinningskaldi eða allhvasst.
Í dag verður víða um land norðaustan stinningskaldi eða allhvasst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Færð versni á páskadag

Á morgun, páskadag, bæti í ofankomu á norðan- og austanverðu landinu og er þá viðbúið að færð versni.

Á Suðausturlandi er gul viðvörun í gildi vegna hvassviðris og gildir hún til klukkan 22 í kvöld. Sérstaklega varasamt getur verið að aka undir Vatnajökli á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Á mánudag eru líkur á að dragi úr vindi og ofankomu en verður áfram kalt í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert