Síðdegis gæti vindhraði mælst 30-35 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi í norðaustanáttinni. Við þessu varar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurvaktinni.
Varar hann einnig við hríðarveðri frá utanverðum Skagafirði og austur á firði frá hádegi í dag og fram á kvöld. Skafrenningur og lítið skyggni.
Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Norðurlandi og Austurlandi að Glettingi, en tekur í gildi á Austfjörðum klukkan 14 í dag.