Ekki hægt að fullyrða um endalok gossins

Magnús Tumi Guðmundsson segir jafnvægi vera á gosinu.
Magnús Tumi Guðmundsson segir jafnvægi vera á gosinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir ekki hægt að full­yrða um enda­lok eld­goss­ins út frá upp­lýs­ing­um um hita­út­streymi, þær gefi þó vissu­lega vís­bend­ing­ar um stöðuna. 

Þetta seg­ir Magnús Tumi í sam­tali við mbl.is spurður hvernig hann meti þær upp­lýs­ing­ar sem rann­sókn­arein­ing í eld­fjalla­fræði og nátt­úru­vá við Há­skóla Íslands hef­ur sett fram með gögn­um frá gervi­tungl­um.

Mynd­ir frá gervi­tungl­un­um sýna að heilt yfir hafi dregið úr varma­út­geisl­un frá eld­gos­inu. Met­ur ein­ing­in það sem svo að það bendi til þess að það dragi nær enda­lok­um eld­goss­ins. 

Virðist komið jafn­vægi á kviku­streymi 

„Það virðist vera sem það sé jafn­vægi í þessi núna, en hvort þetta hætt­ir, það eru allskon­ar get­gát­ur í gangi um það,“ seg­ir Magnús Tumi og bæt­ir við nú sé ein­ung­is að bíða og sjá hvernig fram vind­ur. 

Að sögn Magnús­ar Tuma virðist jafn­vægi komið á gosið í ljósi þess að landris á svæðinu virðist hafa stöðvast, það sé til marks um að jafn­vægi sé milli aðstreym­is að neðan og kviku­streym­is upp í gíg­ana. Þannig sé að koma jafn mik­il kvika inn í kviku­hólfið eins og er að streyma út úr hólf­inu.

„Það er ekki hægt er að full­yrða út frá þessu, og ekki held­ur óró­an­um, að það dragi hratt úr gos­inu. En auðvitað gæti gosið hætt fljót­lega og minna hita­út­streymi bend­ir til lækk­andi hraun­flæðis,“ seg­ir Magnús spurður hversu lengi um­rætt jafn­væg­is­ástand milli aðstreym­is og streym­is í gíg­ana get­ur varað. 

„Reynsl­an sýn­ir okk­ur að nátt­úr­an kem­ur okk­ur oft á óvör­um.“

Landris á svæðinu heftur stöðvast.
Landris á svæðinu heft­ur stöðvast. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Öðru­vísi at­b­urðir en í Fagra­dals­fjalli 

Spurður hvað það þýði fyr­ir Sund­hnúkagígaröðina að gosið sé búið að vara þetta lengi sam­an­borið við tíma­lengd eld­gos­anna á und­an á sömu gígaröð svar­ar Magnús Tumi að at­b­urðirn­ir á Sund­hnúkagígaröð séu öðru­vísi en í Fagra­dals­fjalli. 

„Þarna safnaðist kvika und­ir Svartsengi á kannski fimm kíló­metra dýpi og það byggðist upp þrýst­ing­ur, svo brast,“ seg­ir Magnús Tumi og út­skýr­ir að það hafi fyrst gerst þann 10. nóv­em­ber þegar lang­stærsti at­b­urður­inn fór að stað og mik­il gliðnun varð í Grinda­vík og skemmd­ir. 

„En kvik­an kom ekki upp því það var nóg pláss fyr­ir hana niðri,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við: 

„Það var miklu meira sem fór þar inn held­ur en sam­an­lagt það sem kom upp í öll­um hinum gos­um sem hafa komið á eft­ir.“ 

Lokast ekki fyr­ir kvik­una sem þess í stað flæðir beint í gegn

Var þá bara ekki leng­ur pláss? 

„Það var nóg pláss þá. Síðan koma seinni eld­gos­in, eins og í des­em­ber, og þá bygg­ist upp þrýst­ing­ur þarna. Svo kem­ur þetta upp með mikl­um krafti eins og flest gos gera,“ seg­ir Magnús Tumi og nefn­ir sem dæmi kraft­inn í upp­hafi Heklugoss. 

„Það byrj­ar oft lang­mesti kraft­ur­inn fyrst, síðan dreg­ur úr þrýst­ing og þá dreg­ur úr flæðinu og það gerðist mjög hratt. Síðan lokaðist fyr­ir og þetta end­ur­tók sig í janú­ar,“ seg­ir Magnús Tumi og út­skýr­ir að gosið við Grinda­vík í janú­ar hafi verið minnsta gosið. Síðan var það gosið í fe­brú­ar sem var mjög öfl­ugt með miklu rennsli en það dró hratt úr því, seg­ir hann. 

Mun­ur­inn á þess­um fyrri þrem­ur eld­gos­um á Sund­hnúkagígaröðinni og því sem nú er, er því sá að í staðin fyr­ir að það lok­ist fyr­ir kvikuflæði upp í gíg­ana þá flæðir beint í gegn, út­skýr­ir Magnús. 

Eldgos við Sundhnúkagíga.
Eld­gos við Sund­hnúkagíga. mbl.is/​Hörður Krist­leifs­son

Ekki úti­lokað að ástandið vari í eitt til tvö ár

Seg­ir þessi mun­ur eitt­hvað til um enda­lok eld­gosa á Sund­hnúkagígaröðinni að þessu sinni? 

„Nei ég held að við get­um ekki sagt fyr­ir um það enn þá. Það þarf að koma í ljós hvað verður.“

Í þessu sam­hengi minn­ir Magnús Tumi á að fyrsta landris á svæðinu hafi byrjað árið 2020. Að nokkr­um vik­um liðnum stöðvaðist landrisið en tók sig þó upp nokkr­um sinn­um áður en til tíðinda dró á síðasta ári, þegar kviku­hlaupið mikla varð þann 10. nóv­em­ber. 

„Þetta var ekk­ert fyrsti at­b­urður­inn,“ seg­ir Magnús Tumi en bæt­ir við að nú sé inn­streymið þó búið að vera stöðugt í um fimm mánuði sem hann seg­ir tölu­vert lang­an tíma. 

„Ég held að við get­um átt von á því að þegar upp er staðið þá verði ferlið miklu lengra en orðið er. Það má vel vera að kviku­streymi, eld­gos og landris, hætti tíma­bundið í mánuði eða jafn­vel ár. Það gæti líka haldið áfram sam­fellt í veru­leg­an tíma.  Það er ekk­ert úti­lokað að að það ferli sem verið hef­ur síðustu mánuði vari í eitt eða tvö ár, en það er ekk­ert víst í þessu. Það er bara mjög fjarri því að við vit­um nokkuð um það,“ seg­ir Magnús Tumi og bæt­ir við: 

„En miðað við fyrri at­b­urði á þess­um slóðum þá er alls ekki ólík­legt að það sé heil mikið eft­ir af at­b­urðarás­inni í Sund­hnúkagígaröðinni. Því sögu­lega kem­ur meira en þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert