Páskadagsmorgunin byrjaði með fallegu veðri á Húsavík eins og sjá má á myndum frá Hafþóri Hreiðarssyni, fréttaritara mbl.is á Húsavík.
Myndin þar sem sólin skín var tekin sunnan við bæinn klukkan 9.10 í morgun en hinar af Húsavíkurkirkju um klukkustund síðar, eftir að snjókoman skall á.
Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Norðurlandi og Austurlandi að Glettingi, en tekur í gildi á Austfjörðum klukkan 14 í dag.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurvaktinni hefur varað við hríðarveðri frá utanverðum Skagafirði og austur á firði frá hádegi í dag og fram á kvöld. Skafrenningur og lítið skyggni.