Hvaða matvöruverslanir eru opnar í dag?

Margir landsmenn eru vafalaust búnir að birgja sig upp fyrir páskana en þó kemur fyrir að sumir gleyma að kaupa lambalærið, hráefnin í sósuna eða eitthvað allt annað. Þá er gott að vita hvað er opið í dag.

Allar verslanir Bónus er lokaðar á páskadag og annan í páskum.

Krónan er með opið í sumum verslunum á páskadag með takmörkuðum opnunartíma frá klukkan 11 til 17.

Á það við um á Akureyri, Bíldshöfða, Fitjum í Reykjanesbæ, Flatahrauni, Granda, Lindum, Mosfellsbæ, Selfossi, Skeifunni og Vík í Mýrdal.

Nettó og Hagkaup með opið í sumum verslunum

Verslanir Nettó eru einnig sumar opnar á páskadag með takmörkuðum opnunartíma frá klukkan 11 til 17. Á þetta við um Nettó á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum í Reykjanesbæ, Ísafirði, Mosfellsbæ og Selhellu.

Þá er verslun Nettó á Selfossi opin á milli klukkan 10 til 21. Verslun Nettó í Mjóddinni opin til klukkan 17.

Hagkaup eru með þrjár verslanir opnar á páskadag. Verslanir Hagkaupa í Garðabæ og í Skeifunni eru opnar allan sólarhringinn og verslun Hagkaupa á Akureyri er opin frá klukkan 10 til 24.

Krambúðin víðast hvar opin

Nær allar verslanir Krambúðarinnar eru opnar á páskadag að undanskildum verslunum þeirra á Suðurveri og Menntavegi.

Opnunartími annarra verslana Krambúðarinnar virðist vera hefðbundinn en hægt er að skoða opnunartímann nánar á vefsíðu þeirra.

Opið er allan sólahringinn í verslunum 10-11 á Laugavegi og Austurstræti í Reykjavík. 

Extra á Barónsstíg er opin frá klukkan 12 til miðnættis en allan sólahringinn á Akureyri og í Keflavík.

Verslanir Orkunnar eru opnar allan sólahringinn á Dalvegi, Vesturlandsvegi og Fitjum Reykjanesbæ.

Heimsending á áfengi

Netverslun Heimkaupa er opin frá klukkan 12 á hádegi til klukkan 22 í kvöld. Þar er einnig hægt að panta áfengi og fá sent heim með Wolt.

Nýja vínbúðin er opin frá hádegi og til miðnættis í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert