Myndir úr lofti benda til endaloka eldgossins

Þriðji gígurinn er ekki jafn sýnilegur á myndinni hægra megin …
Þriðji gígurinn er ekki jafn sýnilegur á myndinni hægra megin eins og hann er á þeirri til vinstri. Mynd/Háskóli Íslands

Gott tækifæri hefur gefist til að fylgjast með gangi eldgossins við Sundhnúk síðustu daga þar sem skilyrði til gervitunglaathugana hafa verið einstök. 

Þetta hefur rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands nýtt sér til að greina stöðu eldgossins, til að mynda með því að bera saman myndir frá ESA og NASA/USGS, eða ólíkum gervitunglum. 

„Athuganir okkar gefa til kynna að verulega hafi dregið úr kvikuflæðinu á tímabilinu frá 27. mars til dagsins í dag og að á síðasta sólarhring hafi dregið úr kvikustreymi um allt að helming,“ segir í færslu einingarinnar á Facebook. 

Heilt yfir hefur dregið úr varmaútgeislun frá eldgosinu. Það bendir …
Heilt yfir hefur dregið úr varmaútgeislun frá eldgosinu. Það bendir til þess að það dragi nær endalokum eldgossins. Mynd/Háskóli Íslands

Dregur úr varmaútgeislun 

Í færslunni segir jafnframt að samanburður á myndum frá gervitunglinu Sentinel, sýni að dagana 27. mars til 29 mars, eða á 48 klukkustundum, hafi hraunflæðið dregist nær gígunum og virkni í hraunbreiðunni dregst að Hagafelli. Enn fremur er þriðji gígurinn ekki eins greinilegur á mynd þann 29. mars eins og sjá má á brúnleitu myndinni. 

Þegar skoðaðar eru myndir frá gervitunglinu Landsat dagana 29. mars til 30. mars, eða á 24 klukkustunda tímabili, má sjá að heilt yfir dregur úr varmaútgeislun frá eldstöðvunum á þessum eina sólarhring.

„Þetta kemur heim og saman við það sem sést á vefmyndavélum, en nyrsti gígurinn er sá eini sem er virkur að einhverju ráði í dag. Það dregur því nær endalokum þessa eldgos sem staðið hefur yfir í rétt rúmar 2 vikur,“ segir í færslunni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert