Útlit er fyrir nokkuð hvassa norðan- og norðaustanátt og snjókomu eða él, einkum á Norðurlandi og Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
Gul viðvörun vegna veðursins tók gildi klukkan 6 í morgun og er í gildi til miðnættis.
Spáð er björtu veðri á sunnanverðu landinu en líkur eru á dálítilli snjókomu í kvöld. Frost 0-6 stig.
Á morgun verður norðaustanátt, víða strekkings vindur og él en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands.
Á þriðjudag verður hægari vindur og bjart, en dálítil él austast á landinu. Áfram kalt í veðri.