Búið er að opna veginn um Fjarðarheiði en Seyðfirðingar hafa verið innilokaðir í bænum síðan á laugardag.
Á umferdin.is segir að enn sé snjóþekja og einbreitt á stórum köflum.
Þá segir í tilkynningu að slæmt veður sé enn víða á norðanverðu landinu og því má búast við að margar leiðir verði ófærar þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt.
Öxnadalsheiðin er enn lokuð og verður staðan endurmetin í fyrramálið.