Flugi Play til Barselóna seinkað

Flugi til Barselóna var aflýst.
Flugi til Barselóna var aflýst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugi Play til Barselóna, sem átti að fara frá Keflavík klukkan 15:20, hefur verið seinkað til klukkan 20:00 í kvöld. 

Umræddri vél seinkaði á leið sinni hingað til lands frá Baltimore í Bandaríkjunum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Seinkunin sé því ekki vegna veðurskilyrða hér á landi.

Flest flug eru á áætlun samkvæmt vef Isavia en flugi Wizz Air sem átti að koma frá Varsjá hingað til lands í dag var aflýst, sem og flugi frá Baltimore með Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert