Lén Jóns Gnarr uppfært

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og grínisti.
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og grínisti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lénið jongnarr.is var uppfært í gær og blasir nú við snið að framboðssíðu er farið er inn á vefsíðuna. Í lýsingu síðunnar segir „Kjósum Jón - Jón Gnarr 2024“.

Lénið var stofnað 19. september árið 2022 en samkvæmt skráningarskírteini þess á vefsíðu In­ter­nets á Íslandi hf. (ISNIC) var það uppfært í gær, 31. mars. 

Í lýsingu vefsíðunnar segir „Kjósum Jón - Jón Gnarr 2024“.
Í lýsingu vefsíðunnar segir „Kjósum Jón - Jón Gnarr 2024“. Skjáskot

Rétthafi vefsíðunnar er Jón Gnarr slf. og er hún skráð á heimilisfang Jóns í Reykjavík. 

Á laugardag sagði Jón að hann myndi greina frá ákvörðun sinni um það hvort að hann bjóði sig fram til for­seta á þriðju­dag­inn.

Í morgun greindu fjölmiðlar frá því að lénið katrinjakobs.is hefði verið stofnað. 

Uppfært 18:20:

Vefsíðan hefur verið gerð óvirk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert