Mikil umferðarteppa hefur myndast við Múlagöng og er þau lokuð á meðan verið er að ná stjórn á umferðinni.
Svo segir í tilkynningu á umferdin.is.
Mikil umferðarteppa hefur verið á Tröllaskaga í dag þar sem að Öxnadalsheiðin er lokuð.
Rúmlega 1.450 bílar hafa farið um Héðinsfjarðargöng á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar frá miðnætti samkvæmt tölum Vegagerðarinnar.