Víða kuldalegt í dag

Hátt í tvö hundruð bíla lest var fylgt af Vatnsskarði …
Hátt í tvö hundruð bíla lest var fylgt af Vatnsskarði niður Langadal til Blönduóss í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Áfram verður norðaustlæg átt í landinu í dag. Víða kaldi eða stinningskaldi með éljum, léttskýjað suðvestan til.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Á morgun verður heldur hægari vindur en bjart veður „en skýjað og eimir aðeins eftir af éljum á Norðaustur- og Austurlandi,“ að því er segir í hugleiðingunum.

Á miðvikudag verður hæg breytileg átt og ætti að sjást til sólar víðast hvar.

„Kalt í veðri, en hiti að 5 stigum við suðurströndina að deginum.“

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert