1.572 komu til landsins í gegnum 22 starfsmannaleigur

Langflestir komu til landsins í gegnum starfsmannaleigur til að vinna …
Langflestir komu til landsins í gegnum starfsmannaleigur til að vinna við verkamannastörf, eða 1.139 af 1.572. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í des­em­ber 2023 voru 22 starfs­manna­leig­ur skráðar hjá Vinnu­mála­stofn­un í sam­ræmi við lög um starfs­manna­leig­ur. Alls komu 1.572 ein­stak­ling­ar í fyrra til að starfa hjá slík­um leig­um. Þeir voru 1.612 árið áður og 1.124 árið 2021. 

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, við fyr­ir­spurn Val­gerðar Árna­dótt­ur, sem er varaþingmaður Pírata. 

Þar kem­ur einnig fram að árið 2014 hafi aðeins 38 komið til Íslands í gegn­um starfs­manna­leig­ur, en fjöld­inn fór hæst í 3.506 árið 2018.

Séu at­vinnu­grein­ar skoðaðar sér­stak­lega, þá komu lang­flest­ir til að vinna verk­manna­störf, eða 1.139 ein­stak­ling­ar í fyrra. Næst á eft­ir kom raf­virkj­un, eða 72 tals­ins, og svo 66 við tré­smíði. Upp­lýs­ing­arn­ar eru fengn­ar frá Vinnu­mála­stofn­un.

Flest­ir frá Póllandi, Lett­landi og Lit­há­en

Flest­ir komu frá Póllandi, eða 651 í fyrra, þá 322 frá Lett­landi og 301 frá Lit­há­en. Rík­is­borg­ar­ar frá Rúm­en­íu verma svo fjórða sætið, en þeir voru 118 tals­ins í fyrra. 

Séu kyn­in skoðuð þá kem­ur í ljós að karl­menn eru í yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta. Þeir voru 1.494 á móti 78 kon­um í fyrra, sem er svipað hlut­fall og árið áður. 

Val­gerður spurði m.a.hversu lengi hafi starfs­fólk starfs­manna­leigna dvalið að jafnaði á Íslandi síðastliðin tíu ár. 

Í svari ráðherra kem­ur fram, að slík­ar upp­lýs­ing­ar liggi hvorki fyr­ir hjá ráðuneyt­inu né hjá Vinnu­mála­stofn­un. Ráðuneyt­inu sé ekki kunn­ugt um hvort og þá hvar unnt er að nálg­ast slík­ar upp­lýs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert