„Hnykkt á verklagi“ eftir lykkjuflug yfir borginni

Icelandair segir að hnykkt hafi verið á verklagi og ferlum innan flugfélagsins eftir óvenjulega flugleið vélar félagsins yfir höfuðborgarsvæðinu þaðan sem hún fór norður í land áður en henni var haldið til Washington-borgar.

Flugvélin sem var að gerðinni Boeing 757 hóf flugferðina á að fljúga nokkrum sinnum í lykkju yfir höfuðborgarsvæðið áður en hún hélt norður í land. Vélinni var svo snúið við í Eyjafirði áður en hún fór rakleiðis til Washington þar sem hún fór í leiguverkefni.

Hnykkt á ferlum og verklagi 

Fram kemur í svari frá Ásdísi Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, að þetta tiltekna flug hafi ekki verið hluti af fyrirframgefnu flugplani félagsins og í framhaldi hafi félagið hnykkt á verklagi og þeim ferlum innan félagsins sem gilda um flug eins og þessi. Hún áréttaði um leið að öllum öryggisreglum hefði verið fylgt og að leyfi hafi verið til staðar frá flugumferðastjórn.

Ásdís Ýr Pétursdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Icelandair Group.
Ásdís Ýr Pétursdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Icelandair Group. Ljósmynd/Aðsend

Ekki fengust svör við því hvaða þættir „verklags og ferla“ var ekki fylgt.

Krafa frá viðhaldsdeild

Flugið var að morgni dags sunnudagsins 10. mars síðastliðinn. Fram kom í samtali Guðna Sigurðssonar, sem einnig gegnir starfi upplýsingafulltrúa hjá Icelandair, að viðhaldsdeild flugfélagsins hafi gert kröfu um að vélin yrði lengur á lofti en fælist í ferð til Washington-borgar. Hann sagði jafnframt að gagnrýni á prófanaflug í byggð verði tekin til greina.

mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert