Hyggst enn leggja fram vantrausttilögu

Inga Sæland hyggst leggja fram vantrausttilögu gegn Svandísi í næstu …
Inga Sæland hyggst leggja fram vantrausttilögu gegn Svandísi í næstu viku. Samsett mynd/Eyþór/

„Það hefur ekkert breyst,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, innt eftir því hvort hún hyggist leggja fram vantrausttillögu gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra er hún snýr til baka úr veikindaleyfi á morgun.

Hugðist Inga leggja fram vantrauststillögu gegn Svandísi í janúar vegna ákvörðunar hennar um tímabundna stöðvun hvalveiða á síðasta ári, en dró tillöguna til baka í kjölfar tilkynningar Svandísar um veikindin.

„Vantrausttillagan var dregin til baka vegna þess að mér fannst algjört lágmark að sá sem að vantraustinu sé beint að geti varist vantrausts og það gat hún ekki því hún var að fara í veikindaleyfi,“ segir Inga í samtali við mbl.is. 

Ekki bara stjórnarandstaðan

Spurð hvenær búast megi við því að tillagan verði lögð fram segir Inga það verða í næstu viku þegar þing kemur saman á ný - nánar tiltekið 8. apríl. 

Telur þú enn mikla einingu um vantraust innan stjórnarandstöðunnar? 

„Það er er ekki bara stjórnarandstaðan held ég. Ég held það séu nú líka ákveðnir  einstaklingar í stjórnarliðinu sem að munu styðja þetta vantraust,“ segir Inga. 

Spurð hvort hún telji endurkomu Svandísar hafa eitthvað með orðróma um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur að gera kveðst Inga ekki vita hvort svo sé.Vissulega hafi það verið eitthvað á reiki hvort hún hygðist snúa til baka eftir páska, en sömuleiðis væri enn á óljóst hvort Katrín væri á förum úr ríkisstjórn.

Ekki augljós arftaki Katrínar

Aðspurð kveðst hún þó ekki sjá Svandísi sem augljósan arftaka Katrínar í embætti forsætisráðherra, þó svo að vel geti verið að hún taki við formennsku flokksins. Það væri þó einnig eðlilegt að varaformaður flokksins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tæki við formennskunni. 

Ríkisstjórnin sé löngu orðin úrelt sínu mati en þó sé ekki þar með sagt að hún sé sprungin ef Katrín lætur af störfum. 

„Það hefur verið ýmis kapall teiknaður upp hvað það varðar. Munu framsóknarmenn setja fram Sigurð Inga eða mun Þórdís Kolbrún koma þarna inn?“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert