Öxnadalsheiðin enn lokuð

Frá Öxnadalsheiði fyrr í vetur.
Frá Öxnadalsheiði fyrr í vetur. Ljósmynd/Landsbjörg

Vegurinn um Öxnadalsheiði er enn lokaður en unnið er að mokstri. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Fróðárheiði á Vesturlandi er lokuð, auk þess sem óvissustig er í Súðarvíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.

Á Norðausturlandi er víðast hvar snjóþekja eða hálka og skafrenningur. Þæfingur er á Hófaskarði en ófært á Vopnafjarðaheiði, Möðrudalsöræfum og á Dettifossvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka