Sigurður Ástgeirsson framkvæmdastjóri Ísorku segir Orku náttúrunnar (ON) hafa brotið á grunnreglu raforkuviðskipta og segir margt sem hafi komið fram í skriflegu svari ON til Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag varðandi úrskurð Raforkueftirlitsins (ROE) vekja undrun. Hann segir ON ekki fara með rétt mál og að ON hafi haldið upplýsingum frá ROE sem voru birtar í svari ON við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Sigurður segir úrskurð ROE í málinu hafa tekið sinn tíma, en Ísorka kvartaði upphaflega til ROE undan ON árið 2021. Hann segir að kvörtunin hafi komið til á sínum tíma þegar hann komst að því hvernig málum var háttað í fjölbýlishúsi sem félagi hans bjó í: „Við töldum að þar væri brot og ROE fer þangað í vettvangsskoðun og kemst að því að þar er brot. Úrskurðurinn byggist á því eina broti,“ segir hann.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.