BÍ og SA funda í Karphúsinu í vikunni

BÍ og SA funda í Karphúsinu í vikunni.
BÍ og SA funda í Karphúsinu í vikunni. mbl.is/Golli

Fyrsti fund­ur Blaðamanna­fé­lags Íslands (BÍ) og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) í Karp­hús­inu verður hald­inn í vik­unni. 

Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, formaður BÍ, seg­ir ná­kvæma tíma­setn­ingu fund­ar­ins ekki liggja fyr­ir að svo stöddu og bíður hún þess því að rík­is­sátta­semj­ari boði til fund­ar­ins. 

Deil­unni var vísað til rík­is­sátta­semj­ara þann 22. mars og var það að sögn Sig­ríðar Dagg­ar vegna þess að ekki hafði gengið nógu vel að funda með SA. 

„Önnur atriði sem við mun­um láta reyna á“

Aðspurð kveðst Sig­ríður Dögg ekki hafa neina trú á öðru en að samn­ingaviðræður muni ganga vel. 

„Við höf­um góð rök fyr­ir okk­ar mál­flutn­ingi og ég trúi ekki öðru en að fjöl­miðlarn­ir og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafi skiln­ing á því. En svo er þetta nátt­úru­lega alltaf, eins og gef­ur að skilja, samn­ingaviðræður þannig að það er al­gjör­lega ómögu­legt að vita fyr­ir fram hvernig þetta fer,“ seg­ir Sig­ríður Dögg og bæt­ir við: 

„En við erum með stóru lín­urn­ar úr hinum samn­ing­un­um þannig að það verða svona önn­ur atriði sem að við mun­um láta reyna á held­ur en kannski launaliðinn.“

Spurð hvaða áherslu­atriði það verði svar­ar Sig­ríður að í hinum samn­ing­un­um séu atriði sem enn á eft­ir að meta hvort BÍ vilji líka fá, eða hvort fé­lagið vilji fá eitt­hvað annað í sína samn­inga. 

„Eins og til dæm­is fleiri sum­ar­leyf­is­daga,“ seg­ir Sig­ríður og út­skýr­ir að um sé að ræða atriði sem á eft­ir að ræða nán­ar í sam­ráði við samn­ingaráð BÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert