Bjarni á Íslandi en ekki í Brussel

Bjarni Benediktsson utanríkiráðherra mun ekki sækja fund utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem fram fer í Brussel í dag.

Hann er þess í stað staddur á Íslandi að sögn aðstoðarmanns hans og mun að líkindum sækja fund þingflokks Sjálfstæðisflokks upp úr hádegi í dag.

Upplýsingar um fjarveru Bjarna á NATO-fundinum komu fram á vef RÚV. Í svari við fyrirspurn mbl.is til utanríkisráðuneytisins er staðfest að Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, muni sækja fundinn.

Umræðuefni fundar Sjálfstæðismanna er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands.

Ljóst er að ef Katrín fer fram munu verða breytingar á ríkisstjórninni í náinni framtíð en Katrín sjálf hefur ekki tjáð sig um framboð sitt með afgerandi hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert