Auknar líkur á stórum snjóflóðum fyrir austan

Snjóflóð í hlíðinni austan megin við Eskifjörð þar sem vegurinn …
Snjóflóð í hlíðinni austan megin við Eskifjörð þar sem vegurinn upp í Oddskarð liggur. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Lík­ur á stór­um og nátt­úru­leg­um snjóflóðum munu aukast um helg­ina á Aust­fjörðum, þegar snjó­ar og skef­ur.

Bú­ist er við að hvessa muni að norðaust­an á laug­ar­dag með smá élj­um. Hríðarveður í norðaustanátt muni þá hefjast aðfaranótt sunnu­dags og lifa fram á mánu­dag.

Veður­stof­an var­ar við mik­illi hættu á snjóflóðum og bend­ir á að tals­vert hafi bætt í snjó á svæðinu.

Hvass­ar norðaust­læg­ar átt­ir hafi verið ríkj­andi. Snjór hafi safn­ast hlé­meg­in fjalla og í gilj­um og lægðum.

Mjög veik lög mynd­ast um pásk­ana

„Snjór­inn er lag­skipt­ur og snjógryfj­ur og ný­leg nátt­úru­leg snjóflóð benda til þess að mjög veik lög hafi mynd­ast um pásk­ana,“ seg­ir í viðvör­un Veður­stof­unn­ar.

„Þau geta enn verið til staðar á sum­um stöðum og snjóflóð hafa fallið vegna um­ferðar fólks um bratt­ar brekk­ur og gil. Einnig hef­ur eldra og dýpra veikt lag fund­ist í gamla snjón­um hátt til fjalla. Fargaukn­ing vegna snjó­komu og skafrenn­ings um helg­ina gæti valdið því að veik lög bresta og stór nátt­úru­leg snjóflóð falla.“

Vikið er að ný­leg­um snjóflóðum og tekið fram að mörg fleka­flóð hafi sést í kring­um Eskifjörð, og flest þeirra hafa fallið í snjó­komu og skafrenn­ingi um pásk­ana.

Minni fleka­flóð hafi fallið í suður- og suðvest­ur­hlíðum Bjólfs í Seyðis­firði. Stórt snjóflóð féll þá í Svarta­fjalli ofan Eskifjarðar, lík­lega á þriðju­dags­morg­un 2. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert