Hefur augljósa burði til að sinna embættinu

Bjarni Benediktsson að loknum ríkissstjórnarfundi í dag.
Bjarni Benediktsson að loknum ríkissstjórnarfundi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er nú ekki alveg blindur á samfélagsumræðuna og hef tekið eftir því að hún hefur ekki afdráttarlaust neitað því að þetta kæmi til skoðunar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, spurður hvort framboð Katrínar Jakobsdóttur komi honum á óvart.

Katrín greindi ríkisstjórninni frá ákvörðun sinni á ríkisstjórnarfundi í morgun og tilkynnti í kjölfarið framboð sitt á samfélagsmiðlum. 

„Í ljósi þess að hún hafi ekki afdráttarlaust slegið þetta út af borðinu þá sá maður að þetta gat gerst.“

„Ríkt gott traust á milli okkar“

Spurður hvort hann sjái fram á að styðja Katrínu í framboði hennar kveðst Bjarni ætla að halda því fyrir sig hvernig hann hagi atkvæði sínu í forsetakosningunum. Katrín sé aftur á móti starfinu fyllilega vaxin að hans mati.

„Eins og allir vita þá höfum við Katrín átt mjög gott samstarf og ríkt gott traust á milli okkar. Ég hefði ekki setið með henni í ríkisstjórn í sjö ár nema vegna þess að ég treysti henni vel. Það kemur mér ekki á óvart að hún hafi á [embættinu] og að hún hafi augljóslega burði til að sinna þessu embætti,“ segir Bjarni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka