Skýrt að ríkisbanki eigi ekki að kaupa TM

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra seg­ir að ekk­ert hafi breyst varðandi stefnu rík­is­ins um mögu­leg kaup Lands­bank­ans á TM. Það sé and­stætt eig­enda­stefnu rík­is­ins að kaupa trygg­inga­fé­lag og að þar sé hvergi talað um það að rík­is­banki eigi að auka um­svif sín. 

Hún tjá­ir sig ekki að öðrum leyti um það ferli sem leiddi til þess að Lands­bank­inn fékk kauptil­boð samþykkt í TM. Hún muni bíða eft­ir viðbrögðum Banka­sýsl­unn­ar í næstu viku áður en hún tjá­ir sig frek­ar.  

Banka­sýsl­an hef­ur sagt að hún hafi ekki verið meðvituð um kaup­in en Lands­bank­inn svaraði full­um hálsi í greina­gerð þar sem seg­ir að hún hafi ít­rekað verið upp­lýst um áformin.

„Ég hef tjáð mig með skýr­um hætti, bæði op­in­ber­lega og á fundi. Ég er ennþá sömu skoðunar. Það skipt­ir máli hver stefna eig­and­ans er og eig­enda­stefna rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um er sömu­leiðis skýr um það að þar er hvergi talað um rík­is­banki eigi að auka um­svif sín og eigi að kaupa trygg­inga­fé­lag,“ seg­ir Þór­dís. 

Hins veg­ar er talað um það þar að selja eigi meiri­hluta Lands­bank­ans. Hún seg­ir þó í for­gangi að selja Íslands­banka fyrst.

Hún seg­ir vissu­lega mik­il­vægt að fara yfir ferlið sem leiddi til þess að Lands­bank­inn gerði til­boð sem svo var samþykkt.

„Eft­ir stend­ur grund­vall­ar­atriðið sem er sú spurn­ing hvort að rík­is­banki eigi að kaupa trygg­inga­fé­lag eða ekki. Um það snýst prinsippið,“ seg­ir Þór­dís.

Mál­inu er ekki lokið 

Nú gaf bank­inn frá sér greina­gerð þar sem hann til­grein­ir að Banka­sýsl­an hafi ít­rekað verið upp­lýst um áformin. Var það svo að þér bár­ust aldrei upp­lýs­ing­ar um áform bank­ans?

„Fyr­ir­komu­lagið er þannig að bankaráð Lands­bank­ann á með form­leg­um og skýr­um hætti að hafa sam­skipti við banka­sýsl­una. Bank­inn hef­ur sent frá sér sín svör og Banka­sýsl­an mun svara því. Í fram­hald­inu er hægt að meta næstu skref. En það er þó ljóst að mál­inu er ekki lokið,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert