Það leið ekki á löngu eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upplýsti um ákvörðun sína að ætla að biðjast lausnar og bjóða sig fram í forsetakosningum að netverjar settu fram skoðun sína á þessari ákvörðun Katrínar.
Meðan sumir lýsa yfir ánægju eða óánægju með ákvörðunina, tala aðrir um fyrirsjáanleg tíðindi, einhverjir snúa ákvörðuninni upp í grín og enn aðrir um hversu heppilegt það sé að forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta.
Hér að neðan má líta nokkur tíst sem sett hafa verið fram.
Það er furðulegt að þau sem hæst hafa kallað eftir því að Katrín Jakobsdóttir slíti ríkisstjórnarsamstarfinu og/eða segi af sér út af alls konar eru núna líka alveg brjáluð þegar hún svo gott sem gerir það og býður sig fram til forseta. Ég skil hana vel að nenna þessu ekki lengur
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) April 5, 2024
Sumir sáu þetta fyrir strax eftir áramótaávarp Guðna forseta.
Jæja, þá eru fyrirsjáanlegustu tíðindi ársins staðfest. https://t.co/TWrwa3eh3h
— Björn Reynir (@bjornreynir) April 5, 2024
Grasrót VG að fylgjast frambjóðandanum sínum birtast og flokknum falla af þingi samtímis. pic.twitter.com/QLBhmHMRIg
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 5, 2024
Aðrir setja stórt spurningamerki við stjórnmálafólk reyni að færa sig til með þessum hætti milli valdaembætta.
Því meira sem ég hugsa um þetta því óþægilegra finnst mér að sitjandi forsætisráðherra ætli sér að skipta um risavaxið valdaembætti. Ef þetta væri eitthvað annað land væri fólk að setja stærri spurningamerki við þetta. Ekki bara “haha, Ísland maður, alltaf eitthvað skrítið hér"
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 5, 2024
Er þörf fyrir að hrista aðeins upp í núverandi fyrirkomulagi?
Jæja. Þurfum við ekki úr því sem komið er að búa til riðlakeppni fyrir þessar forsetakosningar? Nokkrir riðlar, efstu tvö úr hverjum riðli fara í milliriðla. Verðum að nýta þessa miklu þekkingu okkar á milliriðlunum í eitthvað fleira en bara janúarstórmótin 🤷🏼♀️
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) April 5, 2024
Það eru ekki allir spenntir að sjá Katrínu í embætti forseta.
Jæja, þá þarf maður að kjósa taktískt í þessum kosningum þann frambjóðanda sem er líklegastur til að sigra þennan blessaða forsætisráðherra sem gafst upp á eigin ríkisstjórn.
— Erlendur (@erlendur) April 5, 2024
Svo er ágætt að muna eftir því þegar Fannar setti allt ferlið um Katrínu og forsetaembættið af stað árið 2021.
Þú ferð bara í forsetann Kata það er bara þannig. pic.twitter.com/NA9Z8dLLh5
— Birkir (@birkirh) July 20, 2021