Halla Hrund tilkynnir ákvörðun á morgun

Halla Hrund tilkynnir ákvörðun á morgun.
Halla Hrund tilkynnir ákvörðun á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri tilkynnir á morgun hvort hún ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.

Þetta staðfestir hún í samtali við mbl.is.

„Ég ætla að tilkynna ákvörðun mína fyrir austan á morgun,“ segir Halla Hrund. Hún mun hitta sveitunga sína í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs.

„Ég ætla að hafa fyrsta stoppið, þar sem ég hitti fólk, í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri klukkan tvö á morgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert