Katrín teflir finnskan leik

„Talið var að óráðnir kjósendur mundu kjósa Koivisto þar sem …
„Talið var að óráðnir kjósendur mundu kjósa Koivisto þar sem slíkir kjósendur kysu gjarnan kunnasta og vinsælasta frambjóðandann,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins 1982. Samsett mynd

Forsetaframboð sitjandi forsætisráðherra er ekki einsdæmi í sögunni. Ekki þarf að líta lengra en til Finnlands til að finna fordæmi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Mun hún biðjast lausnar frá embætti forsætisráðherra á morgun, en hún hefur þegar sagt af sér sem formaður Vinstri grænna. 

„Menn hlaupa náttúrulega alltaf til ef eitthvað kemur mönnum spánskt fyrir sjónir og slá því föstu að þetta sé bara sögulegt einsdæmi,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, í samtali við mbl.is. 

Stefán tekur þá dæmi frá „hinu lýðveldinu“ á Norðurlöndunum, Finnlandi. „Bara frá því að ég fór að fylgjast með pólitík þá var [Mauno] Koivisto kosinn forseti beint úr forsætisráðherrastól seint á síðustu öld.“

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Ljósmynd/mbl.is

Unnu stórsigur

Koivisto gegndi forsetaembætti 1982-1994 og var hann úr röðum sósíaldemókrata. Koivisto og Jafnaðarmannaflokkurinn unnu stórsigur í kosningunum 1982.

Stefán bendir einnig á að Tarja Halonen, fyrsti kvenforseti Finna, hafi verið kjörin beint úr stóli utanríkisráðherra.

„Það má segja að það sé normið hjá nágrönnum okkar, Finnum,“ segir Stefán. Þá bætir hann við að á fyrri tíð hafi það einnig verið alvanalegt á Írlandi að forsetar kæmu úr röðum fyrrverandi forsætisráðherra.

Þann 19. janúar 1982 var sigur Koivistos forsíðuefni á Morgunblaðinu. …
Þann 19. janúar 1982 var sigur Koivistos forsíðuefni á Morgunblaðinu. Þá voru erlendar fréttir almennt á forsíðu. Skjáskot/Timarit.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert