Mun ekki gefa kost á sér

Jakob Frímann gefur ekki kost á sér.
Jakob Frímann gefur ekki kost á sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og þingmaður Flokks fólksins, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti forseta Íslands.

Frá þessu greinir hann í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að hún ætlaði í forsetaframboð.

Í lok síðasta mánaðar greindi Jakob frá því að hann hefði fengið hvatningu víða að og væri að íhuga alvarlega að gefa kost á sér til embættisins. Kvaðst hann tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum, sem hann hefur nú gert.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert