Mun ekki gefa kost á sér

Jakob Frímann gefur ekki kost á sér.
Jakob Frímann gefur ekki kost á sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jakob Frí­mann Magnús­son, tón­list­armaður og þingmaður Flokks fólks­ins, hef­ur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti for­seta Íslands.

Frá þessu grein­ir hann í kjöl­far þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra til­kynnti í gær að hún ætlaði í for­setafram­boð.

Í lok síðasta mánaðar greindi Jakob frá því að hann hefði fengið hvatn­ingu víða að og væri að íhuga al­var­lega að gefa kost á sér til embætt­is­ins. Kvaðst hann til­kynna ákvörðun sína á næstu dög­um, sem hann hef­ur nú gert.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka