Rýma í kvöld vegna snjóflóðahættu

Rýmingin tekur gildi klukkan 22 í kvöld.
Rýmingin tekur gildi klukkan 22 í kvöld. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Rýma á ákveðin svæði á Seyðis­firði og í Nes­kaupstað í kvöld vegna snjóflóðahættu. Rým­ing­in nær ekki til margra íbúa en á svæðunum sem um ræðir eru aðeins þrjú íbúðar­hús­næði, auk iðnaðar­hús­næðis og hest­húss

Þetta staðfest­ir Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi al­manna­varna. 

Rým­ing­in tek­ur gildi klukk­an 22 í kvöld og er óljóst hvenær íbú­ar mega snúa aft­ur heim.

Veður­stofa Íslands mun lýsa yfir óvissu­stigi í kvöld vegna veðurs og snjóflóðahættu.

All­ir íbú­ar verið upp­lýst­ir

Á Seyðis­firði verða reit­ir 17 og 18 rýmd­ir en á því svæði eru þrjú hús og hafa all­ir íbú­ar verið upp­lýst­ir.

Í Nes­kaupstað verður reit­ur 4 rýmd­ur auk Þrast­ar­lund­ar. Um er að ræða iðnaðarsvæði og hest­hús. Er nú unnið að því að koma skila­boðum til rekst

Fund­ur er fyr­ir­hugaður með Veður­stofu og al­manna­vörn­um síðar í dag og má bú­ast við frek­ari til­kynn­ing­um í kjöl­far þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert