Rýma á ákveðin svæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað í kvöld vegna snjóflóðahættu. Rýmingin nær ekki til margra íbúa en á svæðunum sem um ræðir eru aðeins þrjú íbúðarhúsnæði, auk iðnaðarhúsnæðis og hesthúss
Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna.
Rýmingin tekur gildi klukkan 22 í kvöld og er óljóst hvenær íbúar mega snúa aftur heim.
Veðurstofa Íslands mun lýsa yfir óvissustigi í kvöld vegna veðurs og snjóflóðahættu.
Á Seyðisfirði verða reitir 17 og 18 rýmdir en á því svæði eru þrjú hús og hafa allir íbúar verið upplýstir.
Í Neskaupstað verður reitur 4 rýmdur auk Þrastarlundar. Um er að ræða iðnaðarsvæði og hesthús. Er nú unnið að því að koma skilaboðum til rekst
Fundur er fyrirhugaður með Veðurstofu og almannavörnum síðar í dag og má búast við frekari tilkynningum í kjölfar þess.